Upplýsingar um aflasamsetningu

179
Deila:

Fiskistofa birtir nú upplýsingar um aflasamsetningu á hinum ýmsu tegundum veiða eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Þetta er mikilvægur þáttur í  fylgja eftir því hlutverki Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu á auðlindum hafsins. Upplýsingar af þessu tagi eru taldar geta gefið vísbendingar um hvort eitthvað sé um brottkast.

Að þessu sinni birtast hér upplýsingar um aflasamsetningu skipa á veiðum með þorskanet annars vegar og með botnvörpu hins vegar á tímabilinu janúar til og með júní 2020. Vert er að geta þess að í ljósi sóttvarnaraðgerða í tengslum við Covid-19 dró Fiskistofa úr eftirliti um borð í veiðiskipum  og því var farið í tiltölulega fáar veiðiferðir með botnvörpuskipum á fyrra helmingi ársins.

Ástæður breytilegrar aflasamsetningar geta verið margvíslegar. Aðstæður í hafinu geta verið ólíkar hverju sinni og ætlun útgerðar og skipstjórnarmanna getur verið mismunandi frá einni veiðiferð til annarrar.

Það er m.a. hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að ekki komi til brottkasts. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir Fiskistofa margvíslegum aðferðum og má í því sambandi nefna samvinnu við útgerðir og skipstjórnarmenn, áhættugreiningu við eftirlit og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla. Þannig telur Fiskistofa að hún ræki best það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna.

Fiskistofa birtir hér niðurstöður um magn og fjölda fisktegunda í veiðiferðum með þorskanet annars vegar og með botnvörpu hins vegar. Í þeim gögnum sem hér eru tekin saman og birt er borin saman aflasamsetningin á sama skipi í fimm veiðiferðum í röð og þær veiðiferðir auðkenndar þegar veiðieftirlitsmenn Fiskistofu voru um borð. Birtar eru upplýsingar um landaðan afla í tveimur veiðiferðum sama skips á undan og á eftir ferðinni með eftirlitsmanninum eftir því sem við veður komið.

Upplýsingar um aflasamsetningu veiðar skipa með þorskanet janúar til júní 2020

Upplýsingar um aflasamsetningu botnvörpuskipa janúar til júní 2020

Myndirnar tvær  hér að neðan sýna sem dæmi annars vegar aflasamsetningu í fimm ferðum fiskiskipsins Magnúsar SH 205 á veiðum með þorskanet, og hins vegar aflasamsetningu í fimm ferðum botnvörpuskipsins Björgvins EA 311.

 

 

Deila: