-->

Úthafrækjuafli fari ekki yfir 5.136 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn fyrir úthafsrækju. Vísitala rækju við Eldey var undir varúðarmörkum og því ráðleggur stofnunin að veiðar verði ekki heimilaðar á rækju við Eldey árið 2020.

Úthafsrækja

Vísitala veiðistofns úthafsrækju breyttist lítið á árunum 2012–2020 fyrir utan árið 2015 þegar hún lækkaði og var sú lægsta frá upphafi mælinga. Vísitala veiðihlutfalls hefur verið undir markgildi frá árinu 2016.  Magn ungrækju hefur verið lágt frá 2004 og hefur verið í sögulegu lágmarki frá 2015. Stofn­mælingar síðustu ára benda því til að stofninn muni ekki stækka á næstu árum. Magn þorsks í stofnmælingu úthafsrækju var mikið á árunum 2015–2018 en lækkaði árið 2020. Einnig hefur mælst mikið af þorski í stofnmælingu botnfiska að vori (SMB) og hausti (SMH) undanfarin ár. Því er líklegt að afrán á úthafsrækju hafi aukist á undanförnum árum.

Rækja við Eldey

Samkvæmt stofnmælingu sumarið 2020 er stærð rækjustofnsins við Eldey undir varúðar­mörkum stofnsins. Lítið hefur fengist af þorski og ýsu í stofnmælingu rækju við Eldey frá árinu 2010 en árið 2020 fékkst mikið af ýsu.

Ráðgjöfina má nálgast hér

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...