-->

Úthluta sértækum kvótum vegna skipakaupa og landvinnslu

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsherra Færeyja, hefur úthlutað kvótum í makríl, norsk-íslenskri síld og kolmunna vegna sérstakra verkefna til fimm fyrirtækja. Þrjár úthlutanir eru til verkefna í vinnslu og tvær vegna skipakaupa.

Sjávarútvegsráðuneytinu bárust 44 umsóknir um úthlutun og snérust fjórar þeirra um skipakaup. Magnið sem sótt var um var mun meira en var til reiðu. Samþykktar voru þrjár umsóknir sem snérust um tilraunir og aukið vinnsluvirði afurðanna í landvinnslu. Í því sambandi var metið hvernig verkefnin stuðluðu að þróun og nýsköpun og áhersla lögð á  fjárhagslega getu umsækjandi til að standa undir verkefninu og á hverju það væri byggt.

Einnig var ákveðið að úthluta aðeins heimildum til fyrirtækja, sem aðeins eða í miklum mæli, byggðu afkomu sína á vinnslu uppsjávarfisks.  

Fyrirtækin sem fengu úthlutun vegna landvinnslu eru Sp/f Tavan í Leirvík, P/F Vestmanna Fiskavirki í Vestmanna og Sp/f 31.01.2011 á Sandi. Það skilyrði er sett fyrir úthlutuninni er að fyrirtækin sýndu fram á það innan fjögurra vikna að þau væru með staðfestan samning við útgerð til að sækja fiskinn, fjárhagslegan styrk og mögulega lánshæfni til að ljúka verkefninu.
SP/f Tavan 1.820 tonn af síld, P/F Vestmanna Fiskvirki fékk 2,149 tonn af makríl og 1.820 tonn af síld og Sp/f 31.01.2011 fékk 826 tonn af makríl og 910 tonn af síld.

Tvær útgerðir fengu úthlutanir vegna skipakaupa samkvæmt ákveðnum skilyrðum eins fjárhagslega burði og annan styrk og reynslu útgerðanna. Þá skulu þau innan fjögurra vikna leggja fram gögn um fjárhagslega burði, fjármögnun og samning um skipasmíði. Þessar útgerðir eru Sp/f Ango í Vági og Grástein í Þórshöfn.

Hvor útgerð fyrir sig fær 10.364 tonn af kolmunna, 4.973 tonn af makríl og 7.574 tonn af síld.  

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...