-->

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða þreföldun tekna eða um 20 milljarða króna aukningu.

Þetta kom fram í samantekt Deloitte á sjávarútvegsdeginum 2021, ráðstefnu SFS sem haldin var í vikunni. Það var Jónas Gestur Jónasson sem kynnti samantekt um stöðu fiskeldisins.

Eigið fé 52% af eignum – 36 milljarðar króna

Fiskeldisfyrirtækin eru vel fjármögnuð samkvæmt samantektinni. Hrein eigið fé fyrirtækjanna er 36 milljarðar króna og er 52% af efnahagsreikningi.

Rekstur fiskeldisins hefur verið í járnum frá 2016. Samanlagt tap fyrir árin 2016 – 2020 er 1,7 milljarðar króna af um 105 milljarða króna tekjum á sama tímabili. Árið 2019 var lítilsháttar hagnaður og síðasta ári var afkoman í núlli.

Framlegið hefur síðustu tvö árin verið mun betri en árin þrjú á undan. Árið 2019 var hún 22% af tekjum og í fyrra 2020 var framlegðin 15%.
Frétt af bb.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...