Veikindi um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni

235
Deila:

Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson liggur nú í Vestmannaeyjahöfn, en hann kom inn vegna veikinda um borð. Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðarstjóri frystiskipa hjá Þorbirni hf. í Grindavík segir að ákveðið hafi verið í samráði við Landlækni að skipið færi til hafnar til að taka sýni úr hinum veiku.

„Það er búin að vera flensa um borð, sem er að öllum líkindum bara venjuleg flensa, ekki Covid-19. Við fáum yfirleitt flensu um borð í þessi skip á hverju vetri og þegar það byrjar vill það svolítið grassera því þetta eru lítil samfélög og þröng.

Sérfræðingarnir sem við höfum verið í sambandi segja það mjög ólíklegt að þetta sé ljóta veira, sem er að hrella áhöfnina. Við vildum vera vissir og gera þetta svona. Það voru fjórir menn sem fóru í land og voru prófaðir en annars er togarinn bara í einangrun og við eftir niðurstöðum úr prófunum og eigum von á þeim í dag,“ segir Eiríkur Óli í samtali við Auðlindina.

Svipað atvik kom upp um borði línubátnum Kristínu GK fyrir í vikunni. Hún kom í land í Grindavík með marga veika í áhöfn. Prófanir sýndu að þar var eingöngum um flensu að ræða og fór skipið út aftur eftir stutt stopp.

Kristín GK í Grindavíkurhöfn fyrr í vikunni. Margir í áhöfninni voru með flensu. Á efri myndinni er Hrafn Sveinbjarnarson í Eyjum, en sú mynd er fengin af fréttasíðunni tigull.is

Deila: