Velta í sjávarútvegi jókst um 20%

129
Deila:

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum dróst saman um 2% á tímabilinu janúar-febrúar 2021 í samanburði við sama tímabil árið áður. Velta jókst í smásölu (15%) og nokkrum útflutningsgreinum, s.s. sjávarútvegi (20%), fiskeldi (6%) og framleiðslu málma (14%). Velta minnkaði mikið í greinum tengdum ferðaþjónustu.

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar 5. mars sl. var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu sem og landbúnaði og skógrækt, talin vera 775,5 milljarðar króna í nóvember-desember 2020 sem var 1,6% lækkun frá sama tímabili árið 2019. Nú hafa nýrri tölur borist og velta á þessu tímabili er talin vera 781,1 milljarðar sem er 0,9% lækkun á milli ára. Fjallað er um endurskoðun birtra hagtalna í lýsigögnum. Einnig er birt töluleg samantekt á því hvernig nokkrir undirflokkar breytast við endurskoðun birtra hagtalna.

Aðrar hagtölur um svipað efni
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

 

Deila: