Venus með mestan loðnukvóta

108
Deila:

Nítján skip hafa fengið úthlutað loðnukvóta fyrir vertíðina í haust og vetur. Alls fá þau að veiða 626.975 tonn. Það skip sem mestar heimildir hefur er Venus NS með 58.548 tonn. Alls fá sjö skip meira en 50.000 tonna kvóta.
Næstu skip á eftir Venus eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 57.648 tonn, Víkingur AK með 54.308 tonn, Heimaey VE með 53.293 tonn, Sigurður VE með 53.211 tonn, Beitir NK með 50.158 og Börkur NK með 50.107 tonn.

Heimildir annarra skipa eru Ísleifur VE með 36.046 tonn, Kap VE með 32.479 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU og Jón Kjartansson SU með 27.606 tonn hvort skip, Jóna Eðvalds SF með 25.554 tonn. Ásgrímur Halldórsson SF með 25.456 tonn, Álsey VE með 18.809 tonn, Hákon EA með 16.562 tonn, Bjarni Ólafsson AK með 15.674 tonn, Hoffell SU með 20.972 tonn, Huginn VE með 8.773 tonn og Sólberg ÓF með 4.075 tonn.  

Deila: