Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga og hnísur

262
Deila:

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajaflóa og Eystrasalti til að vernda sjávarspendýr, sem talin eru í útrýmingarhætti. Tillöguna má rekja til krafna nokkurra náttúruverndarfélaga. ICECS telur að sérstaklega sé tiltekin tegund höfrunga á Biskajaflóa og hnísa í Eystrasalti í hættu.

Alls drápust 11.300 höfrunga í Biskajaflóa veturinn 2018-2019 samkvæmt talningu náttúruverndarsamtaka. Þau segja einnig að aðeins séu nokkur hundruð hnísur eftir í Eystrasaltinu. ICES leggur til við framkvæmdastjórn ESB að taka upp veiðistjórnun  sem annars vegar feli í sér lokun veiðisvæða á þeim tímabilum, sem mest er um höfrunga og hnísur sem meðafla og hins vegar að nýttar verði sérstakar hvalafælur við veiðarnar, en þær gefa frá sé hátíðnihljóð, eiga fæla hvalina frá. Slíkar tilraunir hafa verið gerðar hér við land, en fælurnar virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri.

ICES leggur ennfremur áherslu á að þetta sé fyrsta skrefið í friðunaraðgerðum og taka verði upp verndaraðgerðir til langs tíma. Friðunarsinnar benda á að á 30 ára tímabili hafi aðildarlöndin ekki farið eftir settum lögum um að forðast meðafla og útkoman sé að höfrungur og hnísa á þessu tveimur hafsvæðum séu í útrýmingarhættu.

Deila: