Ýsa á brasilíska vísu

194
Deila:

Þó Ísland og Brasilía eigi fátt sameiginlegt, en mögulegt að sameina kosti beggja landa í góðri uppskrift til dæmis. Við eigum bestu fiskimið í heimi og bestu ýsuna, en framandi krydd og uppskriftir fáum við frá Brasilíu. Þegar þetta hráefni kemur saman verður úr því prýðisgóður matur.

800g ýsa

½ tsk. salt

Ein límóna, börkur og safi.

Sósa:

1 laukur, smátt saxaður

½ tsk. salt

2 meðalstórar gulrætur, sneiddar

1 rauð paprika, söxuð

4 hvítlauksgeirar saxaðir

1 msk. rautt chilli

1 msk. tómatpúrra

1 tsk. kúmen

1 bolli fiski- eða kjúklingasoð

4 tómatar, skornir í teninga

1  dós kókosmjólk um 330 g

salt

steinselja

safi úr límónu

Aðferðin:

Skerið ýsuna í þumlungslanga bita og leggið í skál og saltið lítillega. Rífið börk af hálfri límónu yfir og bætið við einni msk. af límónusafa. Hrærið þessu vel saman og leggið til hliðar.

Hitið ólívuolíu á stórri pönnu á meðal hita. Setjið laukinn á pönnuna og látið krauma í 2-3 mínútur. Bætið síðan gulrótunum, paprikunni, hvítlauk og chilli út á og látið krauma í 5 mínútur. Bætið þá tómatpúrrunni, kryddi og soði út á pönnuna. Hrærið þessu vel saman og bætið loks tómötunum út á. Lokið pönnunni og látið krauma þar til gulræturnar eru orðna mjúkar.

Bætið loks kókosmjólkinni út á og saltið eftir smekk.

Setjið þá fiskinn út á pönnuna og látið krauma í um 5 mínútur eða meira eftir þykkt bitanna. Ausið vökvanum yfir fiskinn á meðan hann er að soðna.  Berið fiskinn fram með soðnum hrísgrjónum og steinselju og fersku salati að eigin vali.

Deila: