-->

Ýsa í karrý

Nú höfum við það einfalt og gott. Flækjustigið þarf ekki að vera hátt til að maturinn verði betri. Einfaldleikinn er oft bestur. Þess vegna bjóðum við nú upp á uppskrift að ýsu í karrý. Fínn fjölskyldumatur svona hversdags.

Innihald.

800g ýsa, roðflett og beinlaus
4 msk. hveiti
3 tsk. karrý
sítrónupipar
olía til steikingar
2 bollar hrísgrjón
1 bréf karrýsósa frá Toro
½ grænmetisteningur

Aðferð:

Sjóðið grjónin. Skerið ýsuna í átta jafna bita og kryddið með sítrónupipar. Blandið hveiti og 2 tsk. af karrý saman. Hitið olíuna á pönnu rétt upp fyrir miðlung. Veltið fiskbitunum upp úr hveiti- og karrýblöndunni og steikið þá uns þeir verða fallega gylltir báðumegin.
Hrærið sósuduftinu út í hæfilegt magn af köldu vatni. Bætið ½ grænmetisteningi og einni tsk. af karrý útí og hrærið í uns suðan er komin upp.
Verði ykkur að góðu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...

thumbnail
hover

Smjörsteikt rauðspretta

Rauðspretta er sérlega góður matfiskur með alveg einstöku bragði. Hana má elda á fjölmarga vegu en að þessu sinni leituðum við...