Ýsa í karrý

359
Deila:

Nú höfum við það einfalt og gott. Flækjustigið þarf ekki að vera hátt til að maturinn verði betri. Einfaldleikinn er oft bestur. Þess vegna bjóðum við nú upp á uppskrift að ýsu í karrý. Fínn fjölskyldumatur svona hversdags.

Innihald.

800g ýsa, roðflett og beinlaus
4 msk. hveiti
3 tsk. karrý
sítrónupipar
olía til steikingar
2 bollar hrísgrjón
1 bréf karrýsósa frá Toro
½ grænmetisteningur

Aðferð:

Sjóðið grjónin. Skerið ýsuna í átta jafna bita og kryddið með sítrónupipar. Blandið hveiti og 2 tsk. af karrý saman. Hitið olíuna á pönnu rétt upp fyrir miðlung. Veltið fiskbitunum upp úr hveiti- og karrýblöndunni og steikið þá uns þeir verða fallega gylltir báðumegin.
Hrærið sósuduftinu út í hæfilegt magn af köldu vatni. Bætið ½ grænmetisteningi og einni tsk. af karrý útí og hrærið í uns suðan er komin upp.
Verði ykkur að góðu.

 

Deila: