Þorskur í hvítvíns- og tómatsósu

Deila:

Þorskurinn er í uppáhaldi hjá ansi mörgum, enda hægt að matreiða hann óteljandi vísu. Hér kemur ein suðræn og þægileg uppskrift. Bæði holl og góð.

Hvítvíns- og tómatsósan:

 • 2 msk olífuolía
 • ½ tsk muldar rauðar piparflögur
 • 3 stór hvítlauksrif smátt söxuð
 • 10  cherry tómatar skornir til helminga
 • 1 dl hvítvín
 • ½ bolli fersk basilíka, söxuð fínt
 • 2 msk ferskur sítrónusafi
 • ½ teskeið sítrónubörkur
 • ½ teskeið salt, eða meira eftir smekk
 • ¼ teskeið nýmulinn svartur pipar. Eða meira eftir smekk

Þorskurinn:

 • 2 matskeiðar ólífuolía
 • Fjögur góð þorskstykki svipuð að þyngd, hvert um sig um 200 g.
 •  Salt og pipar

Aðferðin:

Forhitið ofninn í 180°

Sósan:

 1. Hitið olíu á stórri steikingarpönnu. Haldið henni á meðalhita og bætið út á hana piparflögum og hvítlauk og látið steikjast í um það bil eina mínútu eða þar til laukurinn er byrjaður að gyllast. Setjið þá tómatana á pönnuna og steikið í 9 til 12 mínútur, þannig að þeir verði mjúkir og byrja að flagna, en haldi þó lögun sinni. Bætið þá hvítvíninu út í og látið malla í 2 til 4 mínútur. Hrærið loks basilíkunni, sítrónusafa og sítrónuberki saman við og saltið og piprið. Setjið sósuna í skál og leggið til hliðar og haldið heitri.

Þorskurinn:

Hitið ólífuolíu á góðri pönnu að meðalhita. Kryddið þorskinn með salti og pipar.  Steikið þorskinn í olíunni á báðum hliðum þar til hann er orðinn gullinn og gegneldaður. Hellið sósunni yfir fiskinn og berið strax fram með soðnum kartöflum og eða hrísgrjónum og góðu salati,

Deila: