Tveir styrkir veittir úr Rannsóknarsjóði

111
Deila:

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Rannsóknarsjóði til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2020. Tveir sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar, Bjarki Þór Elvarsson og Pamela J. Woods, eru þáttakendur í tveimur verkefnum sem styrkt voru að þessu sinni.

Fyrra verkefnið, „Fiskveiðar til framtíðar“ stýrt af Erlu Sturludóttur lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Gunnari Stefánssyni prófessor við Háskóla Íslands, hlaut öndvegisstyrk. Seinna verkefni sem hlaut styrk var „Sameinuð við þorsk: Margbreytileiki þorskveiða og nýting þeirra við fiskveiðistjórnun” sem stýrt er af Pamelu J. Woods og Daða Má Kristóferssyni prófessors við Háskóla Íslands.

Nánar um úthlutunina má lesa á síðu Rannís: https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-rannsoknasjodi-styrkarid-2020

TIL BAKA

 

Deila: