Bjarni Sæmundsson í slipp

82
Deila:

Þann 27. október 2019 varð óhapp með eina af þremur vélum í RS Bjarna Sæmundssyni. Óhappinu var lýst þannig að vélin hafi einfaldlega stoppað með miklum hávaða. Við skoðun kom í ljós að tveir stimplar voru fastir, vélarblokkin sprungin og stimpilstöngin gengin út úr blokkinni.

Keypt hefur verið ný vélarblokk og var Bjarni tekinn í slipp föstudaginn 17. janúar. Gera þurfti gat á síðu skipsins til að geta skipt um vélarblokk og má sjá ónýta vélina hífða út um gatið á skipinu á myndinni sem fylgir hér.

Allt kapp er nú lagt á að klára viðgerðir til að halda áætlun, að Bjarni verði sjófær fyrir 10. febrúar þegar hann heldur til rannsókna á ástandi sjávar.

 

Deila: