Áþreifanlega varir við loðnu

122
Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 88 tonnum á Seyðisfirði sl. þriðjudag. Aflinn var að mestu þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Rúnar L. Gunnarsson skipstjóra og spurði út í fiskiríið.

„Það er búið að vera heldur lélegt hérna fyrir austan að undanförnu og því vorum við allan túrinn á Rifsbankanum norður af Melrakkasléttunni. Þarna urðum við áþreifanlega varir við loðnu en hún sást bæði í netinu og í fiskinum. Nú held ég að fiskiríið sé að lagast hér eystra og það gerist með loðnunni. Þarna á Rifsbankanum voru fimm togarar ásamt okkur. Vonandi getum við veitt hérna fyrir austan í næsta túr,“ segir Rúnar.

 

 

Deila: