Brim semur um endurvinnslu á plastúrgangi

172
Deila:

Brim hefur undirritað samning um Þjóðþrif í samstarfi við Pure North Recycling. Með samningnum skuldbindur Brim sig til þess að endurvinna allt plast hér á landi í stað urðunar eða endurvinnslu erlendis. MS, Eimskip, CCP, Bláa Lónið, Krónan, Marel, Össur, Lýsi og BM Vallá skrifuðu einnig undir samninginn en áætlað er að þessi fyrirtæki geti endurunnið um 20 tonn af plasti á ári.

Samkvæmt niðurstöðum lífsferlisgreiningar sem ReSource International gerði á vinnsluaðferðum fyrirtækisins kemur fram að endurvinnslan hjá Pure North Recycling sé mun umhverfisvænni heldur en endurvinnsla á plasti í Evrópu og Asíu. „Þegar er farið að flokka allan einnota fatnað í vinnslu Brim og senda í endurvinnslu en áður var þessu öllu fargað þar sem enginn farvegur var til fyrir óhreint plast.

Nú þegar höfum við sent fullan gám af plasti til endurvinnslu hjá Pure North Recycling.

Verkefnið í takt við stefnu Brim og tengdra fyrirtækja um að fullvinna hráefni og það sem fellur til við framleiðslu þess,“ segir í frétt frá Brimi.
Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling segir að fyrirtækið noti jarðvarma til að þurrka plastið þegar búið er að tæta það niður og affallið er notað til að þrífa það. „Það eru engin kemísk efni eins og víða staðar annars staðar, plastpalletturnar sem við framleiðum er umhverfisvænsta plast í heimi” segir Áslaug.

 

Deila: