Langstærsti febrúar frá upphafi

175
Deila:

Útflutningsverðmæti „landbúnaðarafurða“ nam 3,4 milljörðum króna í febrúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti. Er um að ræða verulega aukningu frá febrúar í fyrra, eða sem nemur um 49% í krónum talið. Að teknu tilliti til gengisbreytinga er aukningin aðeins minni, eða rúm 45%, en gengi krónunnar var rúmlega 2% veikara nú í febrúar en í sama mánuði í fyrra samkvæmt frétt á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ekki er við öðru að búast en að ofangreinda þróun megi rekja til eldisafurða, en þær flokkast undir landbúnaðarafurðir í tölum Hagstofunnar um vöruskipti. Útflutningsverðmæti hefðbundinna landbúnaðarafurða (fiskeldi undanskilið) hefur verið nokkuð misjafnt á þessum tíma árs á síðustu árum, eða frá rúmlega 300 til 800 milljónum króna eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Verði útflutningur þeirra áþekkur því sem hann hefur að jafnaði verið á síðustu árum, eru horfur á að útflutningsverðmæti eldisafurða hafi verið í það minnsta 2,8 milljarðar króna í mánuðinum. Þar með er um langstærsta febrúarmánuð frá upphafi að ræða hvað útflutning eldisafurða varðar. Hvernig þróunin var í febrúar mun skýrast þann 31. mars þegar Hagstofan birtir seinni tölurnar um vöruskipti í febrúar.

 

Deila: