Allar flutningaleiðir opnar

134
Deila:

Í ljósi frétta um lokun landamæra í löndum eins og Kína, Ítalíu, Danmörku, Póllandi og Noregi vill Eimskip koma því á framfæri að allar siglinga- og dreifileiðir félagsins innan Evrópu og Norður-Ameríku eru opnar og þessi lokun landamæra nær ekki til vöruflutninga.

„Heildarflutningakeðjan hjá Eimskip er að virka, skipin okkar eru að sigla, flutningabílarnir að keyra og viðkomuhafnir okkar eru opnar og við heyrum að yfirvöld í öllum þessum löndum leggja mikla áherslu á að svo verði áfram. Starfsfólk félagsins er mjög meðvitað um hlutverk Eimskips sem mikilvægs innviðafyrirtækis í flutningaþjónustu á vörum til og frá landinu og í dreifingu innanlands og nú nýtum við okkar sterka skrifstofunet um allan heim til að tryggja vöruflæði til landsmanna,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri.

 

Deila: