Loðna hrygnir við Færeyjar

267
Deila:

Mikið af loðnu hefur fundist í færeyskum fjörðum. Það er án fordæmis segir fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Færeyja, sem ekki telur ólíklegt að þetta sé loðna sem áður hafi verið hér við land. Frá þessu er greint á ruv.is

Sjaldséður gestur er kominn inn í færeysku firðina, sagði fréttaþulur færeyska ríkisútvarpsins í gær. Og það sjaldséður að Jan Arge Jacobsen, fiskifræðingur segir að menn hafi í raun aldrei upplifað þetta áður.

Gesturinn er loðna, og það sem meira er, hún hrygnir við strendur Færeyja. Fiskifræðingar uppgötvuðu loðnuna þegar þeir voru að leita að og telja brisling við strendur Færeyja, en brislingur er af síldarætt og fannst fyrst hér við land fyrir þremur árum.

Jan Arge segir ekki útilokað að þetta sé loðnan sem áður hafi verið á miðunum við Ísland, en sem kunnugt er varð mikill loðnubrestur hér í vetur. Það verður kannað betur og sýnishorn af loðnunni verða send til íslensku Hafrannsóknarstofnunarinnar.

Hér má hlusta á frétt færeyska ríkisútvarpsins af loðnufundinum.

Deila: