Trillukarlar teknir tali í Ægi

126
Deila:

Smábátaútgerð er fyrirferðamikil í nýjustu útgáfu Ægis og þar kemur kvikindið Covid-19 óhjákvæmilega við sögu. „Smá­bátaútgerðin fer ekki varhluta af veirufaraldrinum, bæði t.d. yfirstandandi grásleppuveiðar og strandveiðarnar sem framundan eru. Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á ýmsum reglum til að koma til móts við þessa grein sjávarútvegsins í ljósi ástandsins og það er ekki bara nauðsynlegt heldur einnig eðlilegt. Öll kerfi eru jú mannanna verk og eru ekki óumbreytanleg þegar allar aðstæður eru gjörbreyttar. Saman siglum við í gegnum brimið og skilum okkur á endanum á lygnari sjó,“ segir Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri Ægis í leiðara blaðsins.

Meðal efnis í blaðinu er að finna yfirlit yfir afla á fyrri hluta fiskveiðiársins, rætt við Gunnar Jónsson, fiskifræðing um nafngiftir á fiskum, trillukarlinn Olgeir Hávarðsson á Bolungarvík, Andra Viðar Víglundsson, strandveiðimann í Ólafsfirði, grásleppukarlinn Einar Sigurðsson á Raufarhöfn og Júlíus Sigurðsson, skipstjóra í Grindavík.

 

Deila: