Fisktækniskólinn útskrifar 15 pólska nemendur

217
Deila:

Fyrsta sumarnámskeiði Fisktækniskólanum í Grindavík lauk nýlega. Þá útskrifuðust 15 pólskir nemendur en námskeiðið var hluti af stuðningi stjórnvalda við sumarnám menntastofnanna til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks.

Fisktækniskóli Íslands var með í pakkanum en markmið verkefnisins var að kenna 10 einingar (tvo grunnáfanga) af brautinni, sem einskonar inngang að námi í Fisktækni. Fisktækni 1 og Upplýsingatækni.

„Námskeið tókst afar vel og fór þátttaka fram úr björtustu vonum og var mikil ánægja ríkjandi bæði hjá kennurum jafnt sem nemendum með þetta námskeið. Nemendur stóðu sig allir með mikilli prýði og munu flestir að óbreyttu mæta til leiks á ný á komandi hausti og stefna á að klára nám við skólann,“  segir í frétt frá skólanum.

Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari afhenti nemendum skírteini sín en sérstakur gestur á samkomunni var pólski sendiherrann á Íslandi, Gerard Pokruszyński sem í ræðu lýsti yfir mikilli ánægju með verkefnið.

 

Deila: