Myndband til kynningar á fiskeldi

140
Deila:

Félagið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, sem undirbýr nú byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey, hefur látið útbúa kynningarmyndband um eldið og framkvæmdina. Það er verkfræðistofan Efla sem framleiðir myndbandið. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við verkefnið.

Myndbandið sýnir á skemmtilegan hátt útlit og fyrirkomulag stöðvarinnar en stefnt er að því að framleiða allt að 5300 tonn af laxi á ári en áætlað er að verkefnið skapi 14-18 bein störf í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint í Eyjafréttum.

https://eyjafrettir.is/wp-content/uploads/2020/07/VME-Eldisst%C3%B6%C3%B0-myndband-me%C3%B0-texta-1.mp4?_=2

 

 

Deila: