Mjaldrarnir fluttir út í Klettsvík

118
Deila:

Nú er verið að flytja mjaldrana Litlu Grá og Litlu Hvít út í Klettsvík, samkvæmt frétt á eyjafrettir.is. Audrey Padgett forstöðumaður SEA LIFE Trust segir að þrotlausar æfingar og undirbúningur hafa staðið yfir síðustu vikur og allt ætti að vera til reiðu fyrir næsta skrefið í ferlinu. Audrey vildi koma eftir farandi skilaboðum til sjófarenda í Vestmannaeyjum.

„Við viljum biðla til eigenda smábáta og tuðra að aðstoða okkur við aðlögun hvalanna með því að takmarka umferð um Klettsvík. Við biðjum fólk að fara ekki með báta inn fyrir ytri flotbryggjuna. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar hafa verið að koma fyrir baujum til að merkja svæðið betur. Næstu vikur verður starfsfólk okkar á vakt úti í kvínni allan sólarhringinn en auk þess erum við með öflugt myndavélakerfi úti í Klettsvík.“

Audrey vildi einnig koma þeim skilaboðum til áhugasamra að þeim sem vilja fylgjast með flutningsferlinu er bent á útsýnispallinn við Flakkarann. „Við viljum þó brýna fyrir fólki að virða tveggja metra regluna og hafa smitvarnir í huga. Fyrirhugað „innflutningspartý“ sem áður hafði verið auglýst verður ekki sökum nýrra samkomutakmarkana.“
Myndin er frá æfingu fyrir flutninginn.

Deila: