Um 11,5% óveidd af þorskkvótanum

128
Deila:

Um 11,5% eru nú óveidd af þorskkvóta þessa árs, þegar tæpur mánuður er eftir af fiskveiðiárinu. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er búið að skrá löndun á 199.000 tonnum af kvóta upp á 225.000 tonn, miðað við slægðan fisk. Því eru óveidd um 26.000 tonn og nokkuð ljóst að litlar eða engar aflaheimildir þurfa að falla ónýttar niður um fiskveiðiáramótin. Nægilegt svigrúm til flutnings milli ára er fyrir hendi.

Það eru togararnir sem eru drýgstir við þorskveiðina að vanda. Sjö þeirra eru komnir yfir 4.000 tonn á fiskveiðiárinu og er þá einungis miðað við afla úr íslensku lögsögunni. Af þessum togurum eru fjórir komnir yfir 5.000 tonn. Það eru Drangey SK með 5.650 tonn, Björgúlfur EA með 5.550, Björg EA með 5.497 tonn og Sólberg ÓF með 5.000 tonn. Næstu skip eru Málmey SK með 4.653 tonn, Kaldbakur EA með 4.594 tonn og Björgvin EA 4.187.
Það er hins vegar Sólberg ÓF sem mesta þorskafla hefur dregið úr sjó á þessu ári, þegar afli úr Barentshafi er talinn með. Þangað hefur Sólbergið sótt um 2.500 tonn af þorski í ár.

Deila: