Frestur vegna hlutdeildarfærslna lengdur

95
Deila:

Fiskistofa vekur athygli á því, að með reglugerðarbreytingu hefur frestur til að skila hlutdeildarfærslum, þannig að tillit sé tekið til þeirra við úthlutun um fiskveiðiáramót, verið lengdur til 17. ágúst n.k. Skila verður umsókn ásamt fullnægjandi fylgigögnum fyrir þau tímamörk.
Fyrri tímamörk voru fyrsti ágúst. Jafnframt verður heimilt að flytja óveitt aflamark í rækju á grunnslóð frá fiskveiðiárinu 2019/2020 yfir á fiskveiðiárið 2020/2021. Það ákvæði er til bráðabirgða. Ekki kemur fram í reglugerðinni hvers vegna frestur þessi er veittur.

Deila: