Matorka fær aukið starfsleyfi

128
Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Matorku ehf. vegna fiskeldis vestan Grindavíkur. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 6.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi, bleikju og regnbogasilungi. Áður var fyrirtækið með rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á laxi, bleikju, regnbogasilungi og borra.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. september 2020.

 

Deila: