MAST hefur endurnýjað rekstrarleyfi til fiskeldis Landeldis ehf. í Ölfusi

102
Deila:

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi Landeldis ehf. að Öxnalæk í Ölfusi í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 19. ágúst 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 16. september 2020.

Landeldi ehf. sótti um endurnýjun á rekstrarleyfi vegna seiðaeldis á 100 tonnum af laxi en fyrirtækið hefur nýtekið yfir eldisstöðina sem hefur verið starfrækt þar um árabil. Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis var móttekin þann 23. mars 2020. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður.

 

Deila: