Góð afkoma bresku útgerðarinnar

187
Deila:

Afkoma breska fiskiskipaflotans á síðasta ári var góð og skilaði 240 milljóna punda hagnaði. Það svarar til 43 milljarða íslenskra króna. Það er svipuð afkoma og var árið 2018. Á síðasta ári dróst afli lítillega saman en útgerðarkostnaður lækkaði.

Heildartekjur flotans lækkuðu úr 1,01 milljarði punda (180 milljörðum króna) árið 2018 í 980 milljónir punda (175 milljarða íslenskra króna) í fyrra þar sem landanir drógust saman um 12%. Laun áhafna lækkuðu úr 266 milljónum punda (47 milljörðum króna) 2018 í 258 milljónir punda (46 milljarða íslenskra króna). Fyrst og fremst vegna minni afla.

Þessar tölur sýna afkomuna að meðaltali yfir allan flotann, en hún getur verið mjög mismunandi eftir útgerðarflokkum og milli skipa í hverjum flokki. Síðasta ár reyndist reyndar sumum útgerðum erfitt.

Deila: