Vefráðstefna um landeldi
Vefráðstefna um Landeldi verður haldin af Þekkingarsetrinu Ölfus Cluster miðvikudaginn 09.des. kl. 17:00. Fyrir liggur að umhverfi landeldis er við það að valda straumhvörfum í laxeldi. Forstjóri Akva Group spáir því til að mynda að fjárfesting í landeldi næsta áratuginn muni nema nærri 2.500 milljörðum ísk. og framleiðslan ná 800.000 tonnum árið 2030. „Flestum er ljós að samkeppnishæfi landeldis mun aukast á sama tíma þar sem leyfi fyrir sjókvíaeldi verða torsóttari og dýrari. Tækifæri Íslands eru stór hvað þetta varðar,“ segir í frétt frá þekkingarsetrinu.
Í Ölfusi er nú þegar unnið mjög markvisst að nýtingu þessara sóknarfæra. Fyrirtækið Landeldi ehf. hefur þegar lokið umhverfismati vegna fyrsta áfanga og stefna að framleiðslu á allt að 20.000 tonnum af laxi á ári. (5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. innan lóða Laxabrautar 21, 23 og 25 vestan Þorlákshafnar, Sveitarfélaginu Ölfusi | Öll mál í kynningu | Skipulagsstofnun). Þá hefur Fiskeldi Ölfus þegar fengið úthlutað lóð til fulleldis á Laxi og stefna á framleiðslu á 20.000 tonnum af laxi á ári (Fiskeldi Ölfuss stefnir á 20.000 framleiðslu af laxi á ári – Auðlindin (audlindin.is)) auk þess sem Kaupfélag Skagfirðinga heldur á lóðarétti á svo kallaðri Keflavíkurlóð og horfir þar til frekari starfsemi tengdri landeldi. Vel gæti því svo farið að hér við Þorlákshöfn verði framleidd allt að 50.000 tonn á ári af fullöldum laxi á næstu árum. Útflutningsverðmæti slíkrar framleiðslu gætu hæglega numið 50 til 60 milljörðum á ári.
„Þessi mál og önnur tengd munum við ræða á vefráðstefnu Ölfus Cluster um landeldi á miðvikudaginn. Hægt er að sækja ráðstefnuna í gegnum vefsíðuna www.olfuscluster.is (skráning með tölvupósti á pmj@olfus.is) Ánægjulegt væri ef þið, ágætu viðtakendur, hefðuð tök á að fylgjast með umræðunni,“ segir í fundarboðinu.