Gadus kaupir vinnslulínu af Völku

164
Deila:

Belgíski fiskframleiðandinn Gadus og hátæknifyrirtækið Valka á Íslandi hafa undirritað samning um afgreiðslu á skurðarlínu fyrir laxa- og hvítfiskflök. Hin nýja vinnslulína mun auka sveigjanleika og fjölbreytni fyrirtækisins í framleiðslu flakabita verulega. Með þessari nýju tækni frá Völku er Gadus betur í stakk búið til þróa framleiðslu sína frekar með viðskiptavinum sínum og boðið mun fjölbreyttari bitaskurð fyrir markaðinn. Vinnslulínan verður sett upp hjá fyrirtækinu síðar í desember.

Gadus, sem er þekkt fyrir hágæða fiskframleiðslu hefur nýlega svarað þeim breytingum sem orðið hafa á mörkuðum með því að breyta framleiðslunni og móta framleiðslustefnu til lengri tíma. Hluti þeirrar vinnu er að yfirfara virðiskeðju fyrirtækisins og byggja upp öflug viðskiptasambönd við nokkrar alþjóðlegar smásölukeðjur. Með nýju vinnslulínunni getur Gadus betur treyst þessi sambönd, með því að færa sig nær smásölunni og og bjóða upp á þær vörur sem þar er óskað.

Bæta nýtingu úr hverju flaki

Gadus hefur alla tíð verið snöggt að bregðast við breytingum á mörkuðum, en er nú að taka forystu á því sviði. Með sjálfvirki skurðarkerfi, getur fyrirtækið bætt nýtingu úr hverju flaki og bjóða upp á nýjar afurðir sem hefði orðið erfitt eða ómögulegt að gera að öllu óbreyttu. Nýja skurðarkerfið getur skorið í sveigi og horn og í raun og veru í hvaða lögun sem er til að gernýta hvert flak. Sem dæmi um það getur nýja kerfið skorið laxaflakið í bita af mörgum stærðum og á sama tíma fjölda litla úr þunnildi og sporði. Það er ekki hægt í gamla kerfinu sem aðeins gat skorið eftir samliða línum. Því krafðist vinnsla á þessum hlutum mikils vinnuafls.

Gagnkvæm ánægja

„Við erum mjög þakklát fyrir traustið sem Gadus sýnir Völku og getu fyrirtækisins til að þróa, hanna og framleiða tæknibúnað sem uppfyllir óskir þeirra um framleiðslu á hágæða afurðum,“ segir Daníel Niddam, svæðissölustjóri hjá Völku. „Gadus býður einungis upp á úrvalsafurðir og við erum stolt af því að taka þátt í því.“

„Við erum ánægðir með þennan samning við Völku og erum spenntir yfir því að ná sem mestu út úr þeirri lausn, sem þeir hafa fært okkur,“ segir Philip Duyck, forstjóri of Gadus. „Þetta er lykilatriði vinnu okkar við að breyta vinnslunni og gerir okkur kleift að tryggja okkur samninga til langs tíma við viðskipavini okkar í smásölu. Það er einnig einstaklega ánægjulegt hvernig fyrirtækin hafa getað unnið samann á mjög árangursríkan hátt á tímum Covid-19. Valka á miklar þakkir skildar fyrir frábæra samvinnu og dugnað.“

Deila: