Meira af ýsu, minnna af þorski

239
Deila:

Afli íslenskra fiskiskipa var 63.864 tonn í nóvember 2020 sem er 8% minni afli en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskafli var tæp 40 þúsund tonn og dróst saman um 4%, þar af var þorskaflinn tæp 24 þúsund tonn sem er 8% minni afli en í nóvember 2019.

Uppsjávarafli var tæp 23 þúsund tonn sem er 12% minni afli en í nóvember 2019. Skel- og krabbadýraafli dróst saman á milli ára og var 371 tonn samanborið við 937 tonn í nóvember 2019.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá desember 2019 til nóvember 2020, var 1.010 þúsund tonn sem er 3% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Aflaverðmæti í nóvember, metið á föstu verðlagi, var 9,1% minna en í nóvember 2019.

 

Fiskafli
  Nóvember Desember-nóvember
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 79,6 72,4 -9,1
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 69.473 63.864 -8 1.041.496 1.010.477 -3
Botnfiskafli 41.425 39.631 -4 479.912 460.675 -4
Þorskur 25.826 23.642 -8 273.579 275.359 1
Ýsa 4.619 5.573 21 58.318 52.282 -10
Ufsi 4.457 4.598 3 64.218 52.142 -19
Karfi 4.195 3.853 -8 51.760 51.758 0
Annar botnfiskafli 2.328 1.965 -16 32.037 29.135 -9
Flatfiskafli 1.335 1.257 -6 22.298 22.702 2
Uppsjávarafli 25.776 22.604 -12 528.991 522.089 -1
Síld 18.584 14.040 -24 138.982 136.159 -2
Loðna 0 0 0 0
Kolmunni 7.191 8.564 19 261.933 234.398 -11
Makríll 1 0 128.076 151.530 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 2
Skel-og krabbadýraafli 937 371 -60 10.293 5.009 -51
Annar afli 0 0 3 3 -10

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Deila: