Gleðilegt nýtt ár
Auðlindin óskar lesendum sínum og öðrum velunnurum gleðilegs nýs árs og þakkar jafnframt fyrir það ár sem er að líða.
Skipin hafa flest verið í höfn yfir hátíðirnar, enda ekki leyfilegt að vera á sjó yfir jól og áramót, nema verið sé að fiska í siglingu með aflann til erlendra hafna. Á þessari sólarlagsmynd frá Grindavík má greina frystitogarana Hrafn Sveinbjarnarson og Tómas Þorvaldsson og línubátana Pál Jónsson og Sighvat.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason