Beitir með mestan kolmunnakvóta

190
Deila:

Íslensku uppsjávarveiðiskipin eru þegar farin til kolmunnaveiða suður af Færeyjum. Kolmunnaveiðarnar miðast við almanaksárið og hefur Fiskistofa gefið út kvóta skipanna fyrir þetta ár. Heildarkvótinn er 191.000 tonn, en hann var mun meiri í fyrra, eða 247.000 tonn.

15 skip fá úthlutað það miklum heimildum að veiðar borgi sig, en angar tilfærslur milli skipa hafa enn borist inn á aflastöðulista Fiskistofu. Samkvæmt listanum eins og hann er nú, er Beitir NK með mestar heimildir, 26.649 tonn. Næst kemur Börkur með 24.386 tonn, en þau eru gerð út af Síldarvinnslunni. Skip Brims koma næst. Venus NS er með 19.596 tonn og Víkingur AK með 19.124 tonn.  Næstu skip eru gerð út af Eskju. Jón Kjartansson SU er með 17.823 tonn og Aðalsteinn Jónsson SU með 17.646 tonn.

Deila: