Samskip hefja beina gámaflutninga milli Amsterdam og Írlands

150
Deila:

Samskip hafa eflt gámaflutninga sína á milli Írlands og norðurhluta meginlands Evrópu með nýrri siglingaleið til Amsterdam í Hollandi. Vikulegir flutningar hafa í för með sér að írskur innflutningur frá dreifingaraðilum með aðsetur í Bretlandi sleppur við flækjur tengdar Brexit. Um leið nýtur írskur útflutningur góðs af bættri tenginu við evrópska markaði í norðanverðu Hollandi, Þýskalandi og víðar.

Flutningur á nýrri þjónustuleið hefst 25. janúar. Um verður að ræða fastan brottfarartíma frá afgreiðslu TMA í Amsterdam á mánudagskvöldum með komu til Dyflinnar á miðvikudegi og helgarsiglingu aftur til Amsterdam. Flutningsleiðin styður við núverandi skipaflutninga milli Rotterdam og Írlands með því að viðskiptavinum í Hollandi sem flutt hafi vörur með lest, prömmum eða flutningabílum, býðst nýr brottfarartími til Írlands á mánudagskvöldum.

Thijs Goumans, yfirmaður viðskiptaþjónustu Írlands hjá Samskipum, sagði nýja þjónustu hitta á tíma þar sem inn- og útflytjendur í viðskiptum á Írlandi og meginlandi Evrópu vegi og meti flutningskosti í ljósi áhrifa Brexit á stjórnun aðfangakeðjunnar.

„Núna er framsækinn tími í vöruflutningum milli Írlands og norðurhluta meginlandsins og gámaflutningar til og frá Amsterdam á fastsettum dögum veita stöðugleika sem stjórnendur skipulags aðfangakeðjunnar sem þjónar hollenskum og þýskum mörkuðum geta notað til að auka viðskipti sín,“ sagði hann. Samskip myndu, með fyrirvara um eftirspurn, skoða með opnum hug beiðnir um að tengja fleiri írskar hafnir með þessum hætti beint við Amsterdam.

„Með þessu sýna gámaskipaflutningar enn fram á að þeir hafi í fullu tré, og vel það, við ekjuskip (ro-ro flutning), sér í lagi fyrir vörur sem áður voru sendar til dreifingaraðila í Bretlandi og aftur yfir Írlandshaf,“ sagði Richard Archer, svæðisstjóri Samskip Multimodal. „Amsterdam er afkastamikil höfn með tengingu beint inn á meginlandið og lið Samskipa á Írland er allt hæstánægt þessa nýju skuldbindingu við samevrópska flutningsnetið.“

Koen Overtoom, hafnarstjóri í Amsterdam, sagði: „Þessi við biðbót við gámaflutningsnet hafnarinnar gleður okkur mjög. Hún sýnir styrk þjónustunnar sem Samskip og TMA Logistics bjóða, sem og styrkleika staðsetningar hafnarinnar. Írland er lykilmarkaður og nú, á tímum hraðra breytinga, hefur bein tenging í för með sér gífurleg tækifæri. Við störfum áfram með TMA, Samskipum og alþjóðlegum samstarfsaðilum að því að festa þessa góðu þjónustu varanlega í sessi.“

Michael van Toledo, framkvæmdastjóri TMA Amsterdam, sagði að járnbrautartengingar Samskipa við Duisburg og umferðarteppulausar vegtengingar TMA legðu grunn að auknum flutningi á neysluvarningi til Írlands og að auknum útflutningi lyfja og mjólkurafurða frá Írlandi. „Þjónustan er eins og sérsniðin að óskum okkar um vöxt Amsterdam sem miðstöðvar fyrir gámaflutninga,“ sagði hann. „Þjónustan svarar kalli um aukna beina flutninga milli meginlands Evrópu og Írlands eftir Brexit, þar sem umskipun TMA hefur yfirhöndina gagnvart vöruflutningabílafyrirtækjum á mörkuðum sunnar.

 

Deila: