Besta ár Ljósafells

113
Deila:

Ljósafell, sem verður 48 ára gamalt í ár, var með 6.454 tonna afla óaðgert árið 2020, og var skipið í 10 sæti yfir togara skv. vefnum aflafrettir.is. Flest skipin sem eru með meiri veiði eru nýleg og hafa komið ný til landsins undanfarin 3-4 ár. Eins og áður hefur komið fram gekk mjög vel hjá Ljósafellinu á síðasta ári og er 2020 besta ár í sögu skipsins. „Við óskum skipstjóra og áhöfn til hamingju með frábæran árangur,“ segir í frétt á vef Loðnuvinnslunnar.

Deila: