Fáum meiri kvóta í Barentshafi

106
Deila:

Leyfilegur þorskafli íslenskra skipa innan lögsögu Noregs í Barentshafi á þessu ári er 3.242 tonn, sem er 544 tonnum meira en á síðasta ári. 13 togarar fá nú úthlutað heimildum þar og eru þrír þeirra með meira en 500 tonna úthlutun.

Mestar heimildir nú eru skráðar á Höfrung AK, 581 tonn. Næst kemur Guðmundur í Nesi með 545 tonn og þá Sólberg ÓF með 535 tonn.  Aflann í lögsögu Noregs á síðasta ári sóttu aðeins tvö skip. Það voru Sólberg ÓF með 1.449 tonn og Örfirisey RE með 1.163 tonn.
Heimildir okkar hækka vegna aukins heildarkvóta í Barentshafi, en þær byggjast jafnframt á gagnkvæmum samningum um veiðiheimildir við Norðmenn vegna veiða í Smugunni svo kölluðu og gagnkvæmum skiptum á heimildum til veiða á þorski og loðnu.

Deila: