Týr í slipp

148
Deila:

Varðskipið Týr er nú komið á þurrt. Í vikunni var skipið tekið í slipp í Reykjavík þar sem fram fara viðgerðir á skrúfubúnaði og hitakerfi skipsins. Eflaust hafa einhverjir vegfarendur í miðborginni orðið varir við skipið sem stendur tignarlegt við Mýrargötu. Varðskipið Týr var smíðað í Árósum árið 1975 og ber aldurinn nokkuð vel.

Deila: