Skipt á loðnu fyrir þorsk
Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í viðbótartilboðsmarkaði í febrúar. Alls bárust 29 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 4 .gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021. Að þessu sinni var 10 tilboðum tekið.
Tilboðin sem samþykkt voru, voru öll frá Eskju á Eskifirði, fyrir skipin Jón Kjartansson SU og Aðalstein Jónsson SU. Um var að ræða skipti á 2.635 tonnum af loðnu í skiptum fyrir 1.927 tonn af þorski.