Endurnýja leyfi til framleiðslu á hrognkelsum

10
Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Benchmark Genetics Iceland hf. vegna seiðaeldis í Kirkjuvogi við Hafnir. Um er að ræða endurnýjun á rekstrarleyfi með breytingu þar sem hámarkslífmassi miðast við 90 tonn af laxi og hrognkelsum.

Fyrir hefur félagið rekstrarleyfi FE-1096 til 150 tonna áframeldis á laxi, 5 tonnum að bleikju, 4,9 tonnum að þorski og 40 tonnum af hrognkelsum á ári. Við gildistöku nýs leyfis fellur rekstarleyfi FE-1096 niður.

 

Deila: