Netráðstefna um norðurhvelið

90
Deila:

Netráðstefnan; Arctic Marine Research and Innovation Opportunities for Future Collaboration var haldin í síðustu viku. Á ráðstefnunni var fjallað um mögulegt samstarf Bretlands og Íslands í hafrannsóknum og um nýsköpunarmöguleika á norðurslóðum.

Hlekkur á streymið er virkur ef fólk vill kynna sér efnið. Embla Eir Oddsdóttir forstjóri The Icelandic Arctic Cooperation Network stjórnaði umræðum.

Að ráðstefnunni stóðu auk Hafrannsóknastofnunar, Breska sendiráðið í Reykjavik, UK Science and Innovation Network, NERC Arctic Office, Rannís og The Icelandic Arctic Cooperation Network.

Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar fjallaði um rannsóknir stofnunarinnar og samstarfsmöguleika.

Norðurheimskautssvæðið er hluti af loftslagskerfi heimsins, þar sem þegar hefur orðið vart mikilla umhverfis- og félagslegra breytinga. Skilningur okkar á gangverki slíkra breytinga er lykilatriði í því að svara mikilvægum spurningum um hverjar afleiðingar munu verða á þol vistkerfa sjávar, á félagslegar breytingar, á alþjóðlegt umhverfi okkar og sjálfbæra þróun í framtíðinni.

 

Deila: