„Ýsan er að þvælast fyrir okkur“

7
Deila:

Þeir Vilhjálmur Ólafsson og Læmi á línubeitningarbátum Straumey frá Hrísey voru að landa um átta tonnum af fiski í Grindavík í gær. Vilhjálmur sagði að aflabrögðin væru góð en ýsan væri að þvælast fyrir þeim. Alltof of mikið væri af henni á þorskslóðinni.

Miklu af þorski hefur verið landað í Grindavík á undanförnum dögum, bæði af  krókabátunum, stærri línuskipum og togskipum, enda vertíð í góðum gangi. Í rafmagnsleysinu á föstudag, þurfti að kalla til kranabíla til að landa úr bátunum, þar sem löndunarkranarnir virkuðu ekki. Vinnsla í fiskverkunarhúsunum stöðvaðist af sömu sökum í miðjum klíðum og olli það töluverðum vandkvæðum.
Myndir Hjörtur Gíslason.

Deila: