Sjávarútvegsráðherrar funduðu á netinu

Netfundur sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf var haldinn í gær. Fjallað var meðal annars um áhrif kórónafaraldursins. Samþykkt var að að bjóða Bretum til næsta samráðsfundar í ljósi þess að þeir hafa nú yfirgefið Evrópubandalagið.
Ísland var gestgjafi á þessum netfundi. Ráðherrarnir sem tóku þátt í honum voru Kristján Þór Júlíusson, Jacob Vestergaard, frá Færeyjum, Bernadette Jordan frá Kanada, Virginijus Sinkevičius frá Evrópusambandinu, Odd-Emil Ingebrigtsen frá Noregi og Petr Savchuk frá Rússlandi.
Rætt var um þær fjölmörgu afleiðingar sem kórónafaraldurinn hefur haft á sjávarútveginn og markaði fyrir sjávarafurðir. Ráðherrarnir voru sammála um að litið til framtíðar væru góð samvinna og samskipti mjög þýðingarmikil til að tryggja varðveislu auðlinda sjávarins og sjálfbæra nýtingu þeirra.