Sjávarútvegsráðherrar funduðu á netinu

116
Deila:

Netfundur sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf var haldinn í gær. Fjallað var meðal annars um áhrif kórónafaraldursins.  Samþykkt var að að bjóða Bretum til næsta samráðsfundar í ljósi þess að þeir hafa nú yfirgefið Evrópubandalagið.

Ísland var gestgjafi á þessum netfundi. Ráðherrarnir sem tóku þátt í honum voru Kristján Þór Júlíusson, Jacob Vestergaard, frá Færeyjum, Bernadette Jordan frá Kanada, Virginijus Sinkevičius frá Evrópusambandinu, Odd-Emil Ingebrigtsen frá Noregi og Petr Savchuk frá Rússlandi.

Rætt var um þær fjölmörgu afleiðingar sem kórónafaraldurinn hefur haft á sjávarútveginn og markaði fyrir sjávarafurðir. Ráðherrarnir voru sammála um að litið til framtíðar væru góð samvinna og samskipti mjög þýðingarmikil til að tryggja varðveislu auðlinda sjávarins og sjálfbæra nýtingu þeirra.

 

Deila: