Beitir aflahæstur á loðnunni

178
Deila:

Aflinn á nýlokinni loðnuvertíð varð 70.726 tonn. Öll skipin náðu sínum heimildum og fóru aðeins 892 tonn umfram leyfilegan heildarafla samtals. Alls lönduðu 18 skip afla á vertíðinni. Nánast allur aflinn fór til manneldis, heilfrystingu og hrogn.

Aflahæsta skipið varð Beitir NK með 7.330 tonn, næstur kemur Venus NS með 7.112 tonn. Í þriðja sæti var Börkur NK með 6.465 tonn og því fjórða var Víkingur AK. Heimaey VE var með 5.563 tonn. Fleiri skip fóru ekki yfir 5.000 tonna markið.

Deila: