DanFish verður haldin í haust

100
Deila:

Ákveðið hefur verið að sjávarútvegssýningin DanFish verði haldin með hefðbundnum hætti í haust. Sýningin er haldin annaðhvert ár og hafa sýnendur verið um 400 og gestir um 14.000.

Covid-19 faraldurinn hefur komið í veg fyrir hefðbundnar sjávarútvegssýningar í eitt ár, en nú er talið að fari að rofa til með bólusetningum og öðrum aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Það er miðstöð ráðstefna og lista í Álaborg,sem stendur fyrir sýningunni.Hún verður haldin dagana 13. til 15. október.
Sýnendur segja að þegar sé orðinn mikill áhugi og eftirvæntin eftir sýningunnu jafnt meðal sýnenda og væntanlegra sýningargesta.  Þá skipti sýningin miklu máli fyrir Álaborg og umhverfi. Þetta er í 27. skipti sem sýningin verður haldin, en þar verður að finna flest það sem viðkemur fiskveiðum og skipasmíðum.

 

Deila: