Meira utan af óunnum fiski

174
Deila:

Útflutningur á ferskum óunnum fiski á síðasta ári jókst verulega á heildina litið miðað við árið 2019. Um þetta er fjallað á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda:
„Umræða um útflutning á ferskum heilum fiski til vinnslu erlendis hefur vart farið fram hjá þeim sem fylgjast með málefnum sjávarútvegsins.  Skoðun talna síðastliðins árs og 2019 á fimm tegundum; þorski, ýsu, ufsa, karfa og steinbít, sýnir magnaukningu í þremur þeirra en í ýsu varð verulegur samdráttur og óverulegur í karfa.  Langmest var flutt út af þorski, en mest var aukning í ferskum heilum steinbít.

Útflutningsverðmæti þessa afla nam 17 milljörðum á árinu 2020 þar af þorskur 7,5 milljarðar.  Á árinu 2019 voru sambærilegar tölur 11,9 milljarðar og 4 milljarðar.
Tölurnar eru unnar upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands.

 

Deila: