Landa ýmist heilli grásleppu eða aðeins hrognum

143
Deila:

Á vertíðinni verður grásleppuafla landað með tvennum hætti.  Annars vegar eins og verið hefur grásleppan óskorin og hins vegar sulli (hrognum og vökva).
Í reglugerð um vigtun á grásleppu segir svo:
„Við umreikning landaðra grásleppuhrogna í heila grásleppu til skráningar í aflaskráningarkerfi Fiski­stofu skal að frádreginni þyngd íláta miða við margföldunarstuðulinn 3,4.”
Sé grásleppu landað óskorinni er hægt á áætla hlutfall sulls með því að margfalda vigtina með 0,294.
Ef sulli er landað er þyngd þess margfölduð með 3,4 til að fá niðurstöðu í umreiknað magn óskorinnar grásleppu sem fært er í aflaskráningakerfi Fiskistofu.
Ekki verður skráð vigt hrogna eins og áður var gert, en þá var sullið margfaldað með 0,8 (sem gefur niðurstöðu sem kallast afhellt) til skráningar hjá Fiskistofu.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson

Deila: