Hoffell komið með 8.200 tonn af kolmunna í ár

31
Deila:

Hoffell kom með fullfermi, 1.660 tonn af kolmunna, til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á laugardag. Veiðin gekk vel og fékkst aflinn á þremur sólarhringum. Um 370 mílur eru af miðunum suður af Færeyjum. Skipið hélt til veiða á ný að lokinni löndun, en það hefur fengið 8.200 tonn af kolmunna það sem af er ári.

 

Deila: