Gjögurbátarnir mokfiska
Gjögurbátarnir hafa verið að gera það gott í vetur. Mokfiska í hverri veiðiferð og eru fljótir að því. Bæði Vörður og Áskell voru að landa fullfermi í Grindavík í dag eftir aðeins tvo daga á veiðum, 75 tonnum hvor.
Ragnar Pálsson stýrimaður á Verði lét vel af veiðunum, sagði nóg af fiski þar fyrir utan. Þeir kæla fiskinn niður undur núllið í kælikerfi á vinnsludekkinu áður en hann fer niður í kælda lestina. Þeir nota því engan ís. Þorskurinn fer í vinnslu Gjögurs á Grenivík, en annað að mestu á markaði.
Ljósmyndir Hjörtur Gíslason.