Þórshöfn heiðurshöfn Þórs
Hafnarnefnd Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að Þórshafnarhöfn verði heiðursheimahöfn varðskipsins Þórs. Ástæðan er auðvitað sama skírskotun Þórshafnar og varðskipsins Þórs til nafns á þrumuguðinum Þór. Hafnarstjórn samþykkti ennfremur að sem heiðursheimahöfn skipsins væri það undanþegið hafnargjöldum en höfnin mun vera sú eina á landinu þar sem varðskipið getur komið til hafnar án þess að greiða hafnargjöld. Skjalið staðfestir þessa samþykkt hafnarstjórnar.