Gullinrafi í stað styrju

129
Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breytingu á  rekstrarleyfi fyrir Stolt Sea Farm Holdings Iceland hf. vegna fiskeldis á Vitabraut 7 í Reykjanesbæ. Um er að ræða breytingu á rekstrarleyfi fyrir 2.000 tonna framleiðslu á senegalflúru og styrju. Breytingin felur það í sér að tegundin gullinrafi bætist við í rekstrarleyfinu og styrja fellur út.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. júní 2021.

 

Deila: