Rekstur Bakkafrosts gengur vel

107
Deila:

Rekstur færeyska fiskieldisfyrirtækisins Bakkafrosts hefur gengið vel á árinu. Rekstrarafangur á öðrum ársfjórðungi var um 8,1 milljarður íslenskra króna. Framleidd voru 28.200 tonn af laxi í Færeyjum og 10.600 tonn í Skotlandi. Eldið og fullvinnsla afurða í Færeyjum skilaði hagnaði að upphæð sjö milljarðar króna, í Skotlandi var upphæðin einn milljarður og hagnaður af framleiðslu fiskimjöls, lýsis og fóðri nam ríflega einum milljarði.

Eftir skattgreiðslur er hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nú 8,6 milljarðar en var 9,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Á fyrstu 6 mánuð ársins rekstrarhagnaður 12,6 milljarðar á móti 8,6 milljörðum á fyrri hluta síðasta árs.

Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts segist ánægður með árangurinn á öðrum ársfjórðungi. Starfsemin hafi reyndar áfram markast af kórónaveirunni en markaðurinn sé þó batnandi. Sérstaklega eigi það vel við um markaðinn í Bandaríkjunum, sem hafi vaxið verulega. Heildarframleiðsla á laxi í heiminum hafi aðeins aukist um eitt prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Hins vegar hafi mikið af laxi verið selt úr geymslum þannig að framboð á heimsmarkaðnum hafi í raun aukist um 9%. Útlitið fyrir seinni helming ársins og fyrsta fjórðung næsta árs sé gott, því minna muni þá koma á markaðinn.

Hann segist einnig vera mjög ánægður með góðan árangur seiðaeldisstöðva í Færeyjum. 3,2 milljónir seiða hafi verið settar út í Færeyjum á öðrum ársfjórðungi með meðalþunga upp á 422 grömm. Þannig sé að nást það markmið að setja út stór seiði, um 500 grömm. Framleiðsla  seiða gangi mjög vel bæði í Færeyjum og Skotlandi og skili stöðvarnar sífellt stærri og betri seiðum.

Hann nefnir einnig góð áhrif rekstrarins á nærsamfélagið því þær tveir þriðjuhlutar búnaðar og þjónustu komi frá færeyskum fyrirtækjum á fyrri helmingi ársins að upphæð 17,5 milljarðar króna og í Skotlandi fyrir 10 milljarða.

Deila: